AGS breytir spá um hagvöxt 25. janúar 2009 14:03 Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talsmaður sjóðsins sem staddur er á efnahagsráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sagði við fréttamenn í dag að spáin yrði enn lækkuð á næstu dögum og þá niður í 1 til 1,5% sem sé umtalsverð breyting. Axel Bertuch-Samuels, varaforstjóri peninga- og fjármálamarkaðsdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að horfur í alþjóðlegum efnahagslífi hafi versnað svo mikið og traust í viðskiptum svo lítið og vantraust neytenda það mikið að annað eins hafi ekki sést í marga áratugi. Viðskipti hafi dregist saman umtalsvert á svo skömmum tíma að ekki hafi annað verið hægt en að breyta spánni. Búist er við að nýja spáin verði birt á miðvikudaginn og þá verði einnig hagvaxtaspá fyrir Kína og Indland breytt en hingað til hefur verið talið að áhrif kreppunnar yrðu minni þar en annars staðar. Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talsmaður sjóðsins sem staddur er á efnahagsráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sagði við fréttamenn í dag að spáin yrði enn lækkuð á næstu dögum og þá niður í 1 til 1,5% sem sé umtalsverð breyting. Axel Bertuch-Samuels, varaforstjóri peninga- og fjármálamarkaðsdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að horfur í alþjóðlegum efnahagslífi hafi versnað svo mikið og traust í viðskiptum svo lítið og vantraust neytenda það mikið að annað eins hafi ekki sést í marga áratugi. Viðskipti hafi dregist saman umtalsvert á svo skömmum tíma að ekki hafi annað verið hægt en að breyta spánni. Búist er við að nýja spáin verði birt á miðvikudaginn og þá verði einnig hagvaxtaspá fyrir Kína og Indland breytt en hingað til hefur verið talið að áhrif kreppunnar yrðu minni þar en annars staðar.
Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira