NBA í nótt: LeBron hafði betur gegn Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2009 11:26 Mo Williams fór á kostum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira