Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá.
Greint var frá því fyrir helgi að bresku einkaframtakssjóður hafi gert öðrum hluthöfum félagsins tilboð í hluti þeirra. Höfðu þeir áhuga á yfirtöku á félaginu og afskráningu þess úr Kauphöllinni.
Á sama tíma hefur gengi bréf í Marel Food Systems falli ð um 2,25 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,73 prósent og stendur hún í 243 stigum. Nýja vísitalan hefur hækkað um 0,59 prósent og stendur hún í 637 stigum.