Hvað eru norðurljós? Siggi stormur skrifar 4. febrúar 2009 12:00 Lega norðurljósanna á Norðurhveli jarðar. Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós. Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Norðurljósin geta verið mikið sjónarspil enda fjöllita "tjöld" sem oft sjást geisast fram og aftur á himninum með nokkuð reglubundnum hætti yfir Íslandi. En hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi? Upphafið má rekja til sólarinnar. Yfirborð hennar sendir stöðugt frá sér svokallaðan sólvind. Hann samanstendur af hlöðnum ögnum - svokölluðum róteindum og rafeindum. Segulsvið jarðarinnar hrindir þessum ögnum yfirleitt frá sér en í námunda við pólana, Norður- og suðurpól, sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðarinnar. Þetta svæði myndar nokkurkonar kraga umhverfis pólana eins og myndin sýnir. Þegar þessar agnir hafa sloppið í gegn þá fá gassameindirnar sem eru i loftinu viðbótarorku frá þessum ögnum. Þá er sagt að sameindirnar örvist og þá fara þær að senda frá sér ljós. Það er þetta ljós sem við köllum Norðurljós. Gulur og grænn er algengasti litur norðurljósanna. Hann kemur frá örvuðu súrefni í um 100 kílómetra hæð. Ef súrefni í mikilli hæð, 200 kílómetra hæð eða meira örvast verður liturinn rauður. Einnig getur köfnunarefni gefið rauðan lit en einnig bláan og fjólubláan. Norðurljósin eru því í mikilli hæð, um 90-250 km hæð og við á Íslandi erum svo heppin að vera staðsett undir þessu norðurljósabelti við allar eðlilegar aðstæður. Hins vegar er virkni norðurljósanna mismunandi allt eftir styrk sólvindanna og raunar er talað um sólstróka þegar vindarnir eru hvað öflugastir. Í gegnum aldirnar hefur myndast þjóðtrú í kringum norðurljósin. Ef norðurljósin eru á mikilli hreyfingu boðar það hvassviðri en séu þau kyrr sé von á stillum. Þá má finna þá trú að rauð norðurljós séu ofriðarboði. Sambærilega ljósadýrð er einnig að finna á suðurhveli jarðar og kallast þar suðurljós.
Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira