Umfjöllun: Haukar nældu í jafntefli í lokin Elvar Geir Magnússon skrifar 14. nóvember 2009 17:42 Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í dag. Haukar gerðu í dag jafntefli við ungverska liðið PLER KC í EHF-keppninni í handknattleik karla, 26-26. Gestirnir réðu ferðinni allan tímann og var það ekki fyrr en í sömu andrá leiktíminn rann út sem Einar Örn Jónsson jafnaði metin fyrir Hauka. Liðin mætast aftur annað kvöld, klukkan 18:00 á Ásvöllum og ræðst þá hvort liðið kemst áfram í Evrópukeppninni. Varnarleikur Hauka í fyrri hálfleiknum var sundurtættur og gestirnir áttu ekki í vandræðum með að komast í opin færi. Þá fóru Haukarnir illa að ráða sínu á þeim leikköflum þar sem þeir voru fleiri inni á vellinum og ekki er það vænlegt til árangurs. Ungverjarnir voru greinilega búnir að kynna sér Haukaliðið nokkuð vel og tóku Sigurberg Sveinsson úr umferð strax í byrjun. Staðan í hálfleik var 10-14 ungverska liðinu í vil. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Greinilegt var að Aron Kristjánsson hafði farið vel yfir málin í hálfleiknum og þegar rúmar átta mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Elías Már Halldórsson metin í 22-22. Aftur komust gestirnir þá á flug og skoruðu þrjú næstu mörk. Það var svo mikil spenna í lokin en þegar tíminn var að renna út náði Einar Örn Jónsson að jafna í 26-26 sem urðu úrslitin. Haukar - PLER 26-26 Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6 (2), Freyr Brynjarsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Pétur Pálsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Elías Már Halldórsson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 1.Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 6, Aron Rafn Edvardsson 6. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Eigum ýmislegt inni Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER. 14. nóvember 2009 17:54 Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur „Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26. 14. nóvember 2009 17:47 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Haukar gerðu í dag jafntefli við ungverska liðið PLER KC í EHF-keppninni í handknattleik karla, 26-26. Gestirnir réðu ferðinni allan tímann og var það ekki fyrr en í sömu andrá leiktíminn rann út sem Einar Örn Jónsson jafnaði metin fyrir Hauka. Liðin mætast aftur annað kvöld, klukkan 18:00 á Ásvöllum og ræðst þá hvort liðið kemst áfram í Evrópukeppninni. Varnarleikur Hauka í fyrri hálfleiknum var sundurtættur og gestirnir áttu ekki í vandræðum með að komast í opin færi. Þá fóru Haukarnir illa að ráða sínu á þeim leikköflum þar sem þeir voru fleiri inni á vellinum og ekki er það vænlegt til árangurs. Ungverjarnir voru greinilega búnir að kynna sér Haukaliðið nokkuð vel og tóku Sigurberg Sveinsson úr umferð strax í byrjun. Staðan í hálfleik var 10-14 ungverska liðinu í vil. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Greinilegt var að Aron Kristjánsson hafði farið vel yfir málin í hálfleiknum og þegar rúmar átta mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Elías Már Halldórsson metin í 22-22. Aftur komust gestirnir þá á flug og skoruðu þrjú næstu mörk. Það var svo mikil spenna í lokin en þegar tíminn var að renna út náði Einar Örn Jónsson að jafna í 26-26 sem urðu úrslitin. Haukar - PLER 26-26 Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6 (2), Freyr Brynjarsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Pétur Pálsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Elías Már Halldórsson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 1.Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 6, Aron Rafn Edvardsson 6.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Eigum ýmislegt inni Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER. 14. nóvember 2009 17:54 Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur „Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26. 14. nóvember 2009 17:47 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Aron: Eigum ýmislegt inni Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER. 14. nóvember 2009 17:54
Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur „Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26. 14. nóvember 2009 17:47
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni