Nú getur Óli ekki horft framhjá mér 21. janúar 2009 15:18 Kári Árnason NordicPhotos/GettyImages Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira