LeBron James skaut Milwaukee í kaf 21. febrúar 2009 13:36 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt AP LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira