Carl Lewis: Yfirvöld brugðust Semenya Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 13:59 Caster Semenya. Nordic Photos / AFP Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya. Erlendar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Sjá meira
Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya.
Erlendar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Sjá meira