Írsk stjórnvöld segja landið ekki vera Ísland 23. janúar 2009 11:59 Írsk stjórnvöld segja að fjármálakerfi þeirra sé "ekki Ísland,, viðmið sem heyrist nú æ oftar úr ranni stjórnmálamanna sem reyna að verja traust og trúverðugleika fjármálakerfis síns heimavið. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar er greint frá að bresk stjórnvöld hafa þannig einnig undanfarið ítrekað reynt að bera það af sér að stöðu fjármálakerfis þeirra svipi nokkuð til hins íslenska fyrir hrunið þó svo að það sé afar stórt í samanburði við stærð hagkerfisins og myntkerfis þeirra, sem og getu Seðlabankans þar og stjórnvalda til að standa við bankakerfið á svona álagstímum. Munurinn á Bretlandi og Íslandi annars vegar og Írlandi hins vegar er að fyrri tvö löndin eru með sína eigin mynt en Írland með evruna. Þakka margir Írar evrunni það að þeir standi nú ekki í gjaldeyriskreppu sem hefði lagst þungt á þeirra bankakerfi og margfaldað þá erfiðleika sem þeir nú glíma við. Á móti kemur að evran bindur vissulega hendur yfirvalda hvað varðar viðbrögð við samdrætti, þar eð ekki er hægt að lækka vexti gagnvart stærstu viðskiptalöndum og veikja þar með gjaldmiðilinn til þess að bæta samkeppnisskilyrði landsins. Írar hafa þó enn mikla trú á evruaðildinni miðað við útkomu nýlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir blaðið Irish Independent, en þar svöruðu 97% aðspurðra þeirri spurningu neitandi hvort rétt væri að Írland segði skilið við evru. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að Írland séu ekki Ísland eru írsk stjórnvöld eitthvað smeyk við ástandið og afleiðingar þess fyrir framtíðarskattgreiðendur. Þannig segja írsk stjórnvöld að þjóðnýting Anglo Irish Banka í upphafi þessa árs hafi verið síðasta sem þeir geri í þessari alþjóðlegu fjármálakreppu. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írsk stjórnvöld segja að fjármálakerfi þeirra sé "ekki Ísland,, viðmið sem heyrist nú æ oftar úr ranni stjórnmálamanna sem reyna að verja traust og trúverðugleika fjármálakerfis síns heimavið. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar er greint frá að bresk stjórnvöld hafa þannig einnig undanfarið ítrekað reynt að bera það af sér að stöðu fjármálakerfis þeirra svipi nokkuð til hins íslenska fyrir hrunið þó svo að það sé afar stórt í samanburði við stærð hagkerfisins og myntkerfis þeirra, sem og getu Seðlabankans þar og stjórnvalda til að standa við bankakerfið á svona álagstímum. Munurinn á Bretlandi og Íslandi annars vegar og Írlandi hins vegar er að fyrri tvö löndin eru með sína eigin mynt en Írland með evruna. Þakka margir Írar evrunni það að þeir standi nú ekki í gjaldeyriskreppu sem hefði lagst þungt á þeirra bankakerfi og margfaldað þá erfiðleika sem þeir nú glíma við. Á móti kemur að evran bindur vissulega hendur yfirvalda hvað varðar viðbrögð við samdrætti, þar eð ekki er hægt að lækka vexti gagnvart stærstu viðskiptalöndum og veikja þar með gjaldmiðilinn til þess að bæta samkeppnisskilyrði landsins. Írar hafa þó enn mikla trú á evruaðildinni miðað við útkomu nýlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir blaðið Irish Independent, en þar svöruðu 97% aðspurðra þeirri spurningu neitandi hvort rétt væri að Írland segði skilið við evru. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að Írland séu ekki Ísland eru írsk stjórnvöld eitthvað smeyk við ástandið og afleiðingar þess fyrir framtíðarskattgreiðendur. Þannig segja írsk stjórnvöld að þjóðnýting Anglo Irish Banka í upphafi þessa árs hafi verið síðasta sem þeir geri í þessari alþjóðlegu fjármálakreppu.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira