Erlent

Eigin­kona Josefs Fritzls og sonur einnig kærð

Frá réttahöldunum yfir Josef Fritzl.
Frá réttahöldunum yfir Josef Fritzl.

Eiginkona Josefs Fritzls og sonur hafa verið kærð fyrir að hafa átt þátt í að halda dótturinni Elísabet fanginni í kjallarakompu í tuttugu og fjögur ár.

Austurríska blaðið Kurier segir frá því í dag að lögfræðingurinn Klaus Ulrich Groth hafi lagt fram kæru á hendur Rosemarie Fritzl og Harald Fritzl fyrir að vera samsek fjölskylduföðurnum.

Rosemarie er sjötug en Harald sem er elsti sonur hjónanna er 44 ára gamall.

Groth telur sig hafa sannanir fyrir því að útilokað sé að þau hafi ekki vitað af því að Jósef Fritzl hélt Elísabetu fanginni í kjallaranum á húsi þeirra í tuttugu og fjögur ár. Þar fyrir utan telur Groth að Fritzl hljóti að hafa haft einhvern sér til aðstoðar þegar hann fór í löng sumarfrí til Tailands.

Við réttarhöldin yfir Fritzl kom fram að kjallarinn þar sem Elísabet var í haldi ásamt börnum sínum var ekki hljóðeinangraður.

Groth telur útilokað að enginn hafi heyrt barnsgrát og umgengnishljóð úr dýflysunni í öll þessi ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×