Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent.
Einungis ein viðskipti upp á 12.800 krónur standa á bak við gengisfall Eimskips. Þá eru aðeins þrjú viðskipti upp á átján milljónir króna á bak við gengisbréfa Össurar.
Gamla Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,19 prósent og stendur hún í 218 stigum.