Lengsta sigurganga Utah Jazz í áratug - Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2009 08:57 Deron Williams lék vel í sigri Utah á Houston. Mynd/GettyImages Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Deron Williams var með 25 stig og 9 stoðsendingar í 109-101 sigri Utah á Toronto en hann var einn fimm leikmönnum liðsins með 18 stig eða fleiri. Hinir voru Kyle Korver (20 stig), Mehmet Okur (19 stig, 11 fráköst), Paul Millsap (18 stig, 11 fráköst) og Andrei Kirilenko (18 stig). Utah vann síðast ellefu leiki í röð í apríl 1999 en liðið er nú búið að vinna átta leiki í röð á móti Raptors. Chris Bosh var með 30 stig og 10 fráköst hjá Toronto. Orlando Magic nálgaðist efstu lið Austurdeildarinnar með sjö stiga útisigri, 86-79, á Boston Celtics en liðið var samt nærri því búið að kasta frá sér 22 stiga forustu. Dwight Howard var með 18 stig og 15 fráköst hjá Orlando og setti niður mikilvæg víti í lokin. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston en hann skoraði 17 af 32 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið er nú bara tveimur sigrum á eftir Boston og þremur sigrum á eftir toppliði Cleveland. Tony Parker er sjóðandi heitur þessa daganna og hann braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði 30 stig í 103 sigri San Antonio Spurs á Phoenix Suns. Tim Duncan var með 17 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en hjá Phoenix var Steve Nash með 23 stig og 11 stoðsendingar. Eftir marga nauma ósigra vann New Jersey Nets loksins jafnan leik þegar liðið vann nágranna sína í New York Knicks 106-101 í nótt. Devin Harris var með 35 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Nets vaer búið að tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með þriggja (New Orleans og Orlando) og fjögurra (Boston) stiga mun. David Lee var með 19 stig og 14 fráköst hjá Knicks. Yao Ming var með 24 stig og 17 fráköst í 93-83 sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Þetta var tólfti heimasigur Houston í röð. Oklahoma Thunder vann 89-74 sigur á Philadelphia 76ers en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum án stjörnuleikmanns síns Kevin Durant sem er meiddur á ökkla. Nenad Krstic skoraði 20 stig fyrir Thunder. Kevin Martin átti flottan leik fyrir Sacramento Kings sem vann 114-106 sigur á Denver Nuggets. Martin var með 26 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Andres Nocioni er að koma sér vel fyrir í Sacramento og var með 23 stig. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Denver með 32 stig. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Deron Williams var með 25 stig og 9 stoðsendingar í 109-101 sigri Utah á Toronto en hann var einn fimm leikmönnum liðsins með 18 stig eða fleiri. Hinir voru Kyle Korver (20 stig), Mehmet Okur (19 stig, 11 fráköst), Paul Millsap (18 stig, 11 fráköst) og Andrei Kirilenko (18 stig). Utah vann síðast ellefu leiki í röð í apríl 1999 en liðið er nú búið að vinna átta leiki í röð á móti Raptors. Chris Bosh var með 30 stig og 10 fráköst hjá Toronto. Orlando Magic nálgaðist efstu lið Austurdeildarinnar með sjö stiga útisigri, 86-79, á Boston Celtics en liðið var samt nærri því búið að kasta frá sér 22 stiga forustu. Dwight Howard var með 18 stig og 15 fráköst hjá Orlando og setti niður mikilvæg víti í lokin. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston en hann skoraði 17 af 32 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið er nú bara tveimur sigrum á eftir Boston og þremur sigrum á eftir toppliði Cleveland. Tony Parker er sjóðandi heitur þessa daganna og hann braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði 30 stig í 103 sigri San Antonio Spurs á Phoenix Suns. Tim Duncan var með 17 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en hjá Phoenix var Steve Nash með 23 stig og 11 stoðsendingar. Eftir marga nauma ósigra vann New Jersey Nets loksins jafnan leik þegar liðið vann nágranna sína í New York Knicks 106-101 í nótt. Devin Harris var með 35 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Nets vaer búið að tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með þriggja (New Orleans og Orlando) og fjögurra (Boston) stiga mun. David Lee var með 19 stig og 14 fráköst hjá Knicks. Yao Ming var með 24 stig og 17 fráköst í 93-83 sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Þetta var tólfti heimasigur Houston í röð. Oklahoma Thunder vann 89-74 sigur á Philadelphia 76ers en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum án stjörnuleikmanns síns Kevin Durant sem er meiddur á ökkla. Nenad Krstic skoraði 20 stig fyrir Thunder. Kevin Martin átti flottan leik fyrir Sacramento Kings sem vann 114-106 sigur á Denver Nuggets. Martin var með 26 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Andres Nocioni er að koma sér vel fyrir í Sacramento og var með 23 stig. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Denver með 32 stig.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira