Alls verða sex íslenskir dómarar við störf á leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeildinni í knattspyrnu sem fer fram í næstu viku.
Kristinn Jakobsson verður dómari leiksins og verður hann með fjóra aðstoðardómara í leiknum eins og tíðkast í deildinni í vetur.
Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinsson verða á hliðarlínunni og þeir Magnús Þórisson og Þorvaldur Árnason við sitt hvort markið.
Fjórði dómari í leiknum verður Jóhannes Valgeirsson.
Kristinn, Sigurður Óli og Ólafur munu einnig dæma leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 í næsta mánuði. Magnús Þórisson verður fjórði dómarinn í þeim leik.