Arizona í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 23:38 Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona Cardinals. Nordic Photos / Getty Images Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens. Erlendar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira
Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens.
Erlendar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira