Enski boltinn

United vill fá Ribery

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery í leik með Bayern.
Franck Ribery í leik með Bayern. Nordic Photos / AFP

Karl-öHeinz Rummenigge, stjórnarformaður FC Bayern, segir að Manchester United hafi bæst í hóp þann liða sem hafa áhuga á að fá Franck Ribery í sínar raðir.

Ribery hefur verið sagður á leið frá Bayern í sumar og hefur helst verið orðaður við Real Madrid, Barcelona og Chelsea.

En nú er Cristiano Ronaldo á leið frá Manchester United og talið líklegt að Alex Ferguson, stjóri United, ætli sér að fylla skarð hans með Ribery.

„Við erum alveg rólegir yfir þessu öllu saman og stoltir að vera með einn þriggja bestu leikmanna heims í okkar röðum," sagði Rummenigge í samtali við þýska fjölmiðla.

„Real hefur spurt hvort við værum til í að ræða um að selja Ribery en við höfnuðu því. Við ætlum ekki að selja hann."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×