Meistararnir úr leik á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2009 16:02 Rafael Nadal og Ana Ivanovic kvöddu í gær. Nordic Photos / AFP Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl. Erlendar Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl.
Erlendar Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira