NBA í nótt: Cleveland enn ósigrað heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2009 11:45 Anderson Varejao verst hér Chris Paul í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira