Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,79 prósent í dag og Össurar um 0,88 prósent. Þetta voru einu hækkanir dagsins.
Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Century Aluminum um 1,41 prósent og Marel Food Systems um 1,17 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 0,71 prósent og endaði í 223 stigum. Nýja vísitalan hækkaði um 0,61 prósent og endaði í 653 stigum.