Lögreglan er traustsins verð Björn Bjarnason skrifar 23. júlí 2009 06:15 Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar