Enski boltinn

Bayern í biðstöðu vegna Bosingwa

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Jose Bosingwa í leik með Chelsea.
Jose Bosingwa í leik með Chelsea. Nordic Photos / AFP

Forráðamenn Bayern München segast nú bíða þess að heyra frá Chelsea vegna áhuga Bayern á varnarmanninum Jose Bosingwa.

Bayern hefur verið sterklega orðað við Bosingwa í sumar en Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður félagsins, játaði ósigur í málinu fyrir skömmu.

Nú virðist hins vegar að málið sé komið af stað á nýjan leik. „Við höfum enn áhuga á Jose," sagði Uli Höness, framkvæmdarstjóri Bayern. „Við viljum bara fá Bosingwa í þessa stöðu og engan annan."

„Chelsea gaf okkur merki þess efnis að þeir væru reiðubúnir að tala við okkur eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn og bíðum við nú þess að heyra frá þeim."

Bosingwa var keyptur til Chelsea síðasta sumar fyrir sextán milljónir punda og átti góðu gengi að fagna á síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×