Stefán Jón: Er að gera eitthvað rétt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 07:00 Stefán Jón Sigurgeirsson. Mynd/Guðmundur Jakobsson Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75. Erlendar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75.
Erlendar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira