NBA í nótt: Cleveland rústaði Boston - Wade með 55 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2009 11:29 Dwyane Wade fór á kostum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland undirstrikaði yfirburði sína í austrinu í NBA-deildinni með sigri á meisturum Boston í nótt, 107-76. Þá skoraði Dwyane Wade 55 stig fyrir Miami sem tryggði sér fimmta sætið í austrinu í gærkvöldi. Cleveland var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þar með heimavallarréttinn í úrslitakeppninni, að minnsta kosti fram að sjálfum úrslitunum. Sigur Cleveland var sá 39. af alls 40 heimaleikjum liðsins í vetur. Liðið þarf að einn heimaleik til viðbótar til að jafna met Boston frá 1985-86 tímabilinu yfir besta árangur á heimavelli í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland á einn heimaleik eftir á tímabilinu, gegn Philadelphia á miðvikudagskvöldið. LeBron James setti niður fimm þrista í leiknum og skoraði 29 stig fyrir Cleveland sem var með 31-9 forystu eftir fyrsta leikhluta. Liðið náði svo 30 stiga forystu í öðrum leikhluta. Dwayne Wade bætti persónulegt met er hann skoraði 55 stig í sigri Miami á New York, 122-105. „Það er í raun alveg fáránlegt að vera svona góður," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Knicks, eftir leikinn. Miami tryggði sér fimmta sæti Austurdeildarinnar með sigrinum og mætir Atlanta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta verður með heimavallarréttinn en Wade virðist hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Wade vantaði aðeins eitt stig upp á að jafna félagsmet Heat sem Glen Rice á. Wade setti niður sex þrista í leiknum og hitti úr 19 af 30 skotum utan af velli. Toronto vann Philadelphia, 111-104, í síðasta heimaleik sínum í vetur og gaf stuðningsmönnum liðsins örlitla sárabót eftir annars skelfilegt tímabil. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto. San Antonio van Sacramento, 95-92. Michael Finley skoraði umdeildan þrist þegar 1,3 sekúndur voru eftir en flestum þótti skotklukkan útrunnin þegar skotið kom. LA Lakers vann Memphis, 92-75. Andrew Bynum skoraði átján stig fyrir Lakers en þetta er hans þriðji leikur síðan hann byrjaði að spila aftur eftir hnémeiðsli.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Cleveland undirstrikaði yfirburði sína í austrinu í NBA-deildinni með sigri á meisturum Boston í nótt, 107-76. Þá skoraði Dwyane Wade 55 stig fyrir Miami sem tryggði sér fimmta sætið í austrinu í gærkvöldi. Cleveland var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þar með heimavallarréttinn í úrslitakeppninni, að minnsta kosti fram að sjálfum úrslitunum. Sigur Cleveland var sá 39. af alls 40 heimaleikjum liðsins í vetur. Liðið þarf að einn heimaleik til viðbótar til að jafna met Boston frá 1985-86 tímabilinu yfir besta árangur á heimavelli í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland á einn heimaleik eftir á tímabilinu, gegn Philadelphia á miðvikudagskvöldið. LeBron James setti niður fimm þrista í leiknum og skoraði 29 stig fyrir Cleveland sem var með 31-9 forystu eftir fyrsta leikhluta. Liðið náði svo 30 stiga forystu í öðrum leikhluta. Dwayne Wade bætti persónulegt met er hann skoraði 55 stig í sigri Miami á New York, 122-105. „Það er í raun alveg fáránlegt að vera svona góður," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Knicks, eftir leikinn. Miami tryggði sér fimmta sæti Austurdeildarinnar með sigrinum og mætir Atlanta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta verður með heimavallarréttinn en Wade virðist hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Wade vantaði aðeins eitt stig upp á að jafna félagsmet Heat sem Glen Rice á. Wade setti niður sex þrista í leiknum og hitti úr 19 af 30 skotum utan af velli. Toronto vann Philadelphia, 111-104, í síðasta heimaleik sínum í vetur og gaf stuðningsmönnum liðsins örlitla sárabót eftir annars skelfilegt tímabil. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto. San Antonio van Sacramento, 95-92. Michael Finley skoraði umdeildan þrist þegar 1,3 sekúndur voru eftir en flestum þótti skotklukkan útrunnin þegar skotið kom. LA Lakers vann Memphis, 92-75. Andrew Bynum skoraði átján stig fyrir Lakers en þetta er hans þriðji leikur síðan hann byrjaði að spila aftur eftir hnémeiðsli.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira