Bætt NATO með Obama og Fogh Auðunn Arnórsson skrifar 6. apríl 2009 06:00 Óhætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur sótt í Evrópu undanfarna daga. Einkum og sér í lagi á þetta við um 60 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var við Rínarfljót á landamærum Frakklands og Þýzkalands. Leiðtogar evrópsku NATO-ríkjanna - þar á meðal Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem var staðgengill Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra - tóku fagnandi nýrri stefnu Bandaríkjaforseta í málefnum bandalagsins, þar með talið varðandi stríðsreksturinn í Afganistan. Sá nýi tónn sem Obama hefur fært samstarfinu yfir Atlantshaf glæðir NATO nýju lífi. Það er ekki hægt að neita því að í valdatíð fyrirrennara Obama, George W. Bush, hafi samstarfið milli bandamanna sínu hvoru megin Atlantsála látið mjög á sjá. Evrópumenn bundu því miklar vonir við stjórnarskiptin vestra, en þeir óttuðust jafnframt að hinn tiltölulega reynslulitli Obama gæti ekki staðið undir þeim gríðarmiklu væntingum sem til hans væru gerðar. Þess vegna var leiðtogafundurinn í Strassborg mikil prófraun - sem Obama virðist hafa staðizt með glans. Ekki svo að skilja að hann hafi fengið allt sitt fram - áskorun hans til evrópsku bandamannanna um að fara að fordæmi Bandaríkjamanna og stórfjölga í NATO-herliðinu í Afganistan fékk ekki mikið betri móttökur í raun en slíkar áskoranir frá ráðamönnum í Washington hafa fengið hingað til. En burtséð frá þeim óútkljáða grundvallarágreiningi virðist samráðið yfir Atlantshaf vera komið í samt lag eftir það tjón sem „einleiksæfingar" Bush-stjórnarinnar ollu því. Meira að segja Frakkar eru gengnir aftur að fullu til liðs við hernaðarstjórnkerfi bandalagsins, sem þeir yfirgáfu fyrir 43 árum þar sem þeir vildu ekki lúta forystu Bandaríkjamanna í því kerfi. Þetta vekur vonir um að Atlantshafsbandalagið finni aftur taktinn og verði á ný sá öflugi vettvangur vestræns samstarfs sem metnaður þess stendur til og er fær um að stuðla að stöðugleika og friði í heiminum. Því að það blasir við að sé NATO ekki fært um að gegna slíku hlutverki nú þegar kalda stríðið er löngu að baki þá tapar það tilvistartilgangi sínum. Ísland, sem herlaust stofnríki þessa bandalags, á mikið undir því að NATO viðhaldist sem slíkur vettvangur samstarfs, samráðs og stöðugleika. Að danskur stjórnmálamaður sem þekkir mjög vel til Íslands og íslenzkra öryggismála skuli á þessum tímamótum taka við hinu áhrifamikla embætti framkvæmdastjóra bandalagsins eykur á vonina um að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Óhætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur sótt í Evrópu undanfarna daga. Einkum og sér í lagi á þetta við um 60 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var við Rínarfljót á landamærum Frakklands og Þýzkalands. Leiðtogar evrópsku NATO-ríkjanna - þar á meðal Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem var staðgengill Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra - tóku fagnandi nýrri stefnu Bandaríkjaforseta í málefnum bandalagsins, þar með talið varðandi stríðsreksturinn í Afganistan. Sá nýi tónn sem Obama hefur fært samstarfinu yfir Atlantshaf glæðir NATO nýju lífi. Það er ekki hægt að neita því að í valdatíð fyrirrennara Obama, George W. Bush, hafi samstarfið milli bandamanna sínu hvoru megin Atlantsála látið mjög á sjá. Evrópumenn bundu því miklar vonir við stjórnarskiptin vestra, en þeir óttuðust jafnframt að hinn tiltölulega reynslulitli Obama gæti ekki staðið undir þeim gríðarmiklu væntingum sem til hans væru gerðar. Þess vegna var leiðtogafundurinn í Strassborg mikil prófraun - sem Obama virðist hafa staðizt með glans. Ekki svo að skilja að hann hafi fengið allt sitt fram - áskorun hans til evrópsku bandamannanna um að fara að fordæmi Bandaríkjamanna og stórfjölga í NATO-herliðinu í Afganistan fékk ekki mikið betri móttökur í raun en slíkar áskoranir frá ráðamönnum í Washington hafa fengið hingað til. En burtséð frá þeim óútkljáða grundvallarágreiningi virðist samráðið yfir Atlantshaf vera komið í samt lag eftir það tjón sem „einleiksæfingar" Bush-stjórnarinnar ollu því. Meira að segja Frakkar eru gengnir aftur að fullu til liðs við hernaðarstjórnkerfi bandalagsins, sem þeir yfirgáfu fyrir 43 árum þar sem þeir vildu ekki lúta forystu Bandaríkjamanna í því kerfi. Þetta vekur vonir um að Atlantshafsbandalagið finni aftur taktinn og verði á ný sá öflugi vettvangur vestræns samstarfs sem metnaður þess stendur til og er fær um að stuðla að stöðugleika og friði í heiminum. Því að það blasir við að sé NATO ekki fært um að gegna slíku hlutverki nú þegar kalda stríðið er löngu að baki þá tapar það tilvistartilgangi sínum. Ísland, sem herlaust stofnríki þessa bandalags, á mikið undir því að NATO viðhaldist sem slíkur vettvangur samstarfs, samráðs og stöðugleika. Að danskur stjórnmálamaður sem þekkir mjög vel til Íslands og íslenzkra öryggismála skuli á þessum tímamótum taka við hinu áhrifamikla embætti framkvæmdastjóra bandalagsins eykur á vonina um að svo megi verða.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun