NBA í nótt: Shaq og LeBron töpuðu fyrir Charlotte - Melo með 50 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 11:00 Shaq og LeBron í leiknum í nótt. Mynd/AP Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto. NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto.
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli