Miami vann Boston og sigurganga Utah er á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2009 08:41 Dwyane Wade hefur farið hamförum að undanförnu og er vinsæll með stuðningsmanna. Mynd/GettyImages Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. "Ég náði bara að skora 32 stig," sagði Dwyane Wade brosandi eftir leikinn en hann er með 36,5 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Miami eftir Stjörnuleikshelgina. Boston var 55-50 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 18-32. Boston-liðið lék án fimm leikmanna þar á meðal byrjunarliðsmannanna Kevin Garnett (búinn að missa af 9 leikjum) og leikstjórnandans Rajon Rondo. Þetta tap þýðir að liðið er komið tveimur leikjum á eftir Cleveland í baráttunni um fyrsta sætið í Austurdeildinni. "Við höfum engar afsakanir. Við fengum okkar möguleika, vorum yfir í hálfleik en grófum okkur holu í þriðja leikhlutanum. Við verðum að átta okkur á því að við erum varnarlið fyrst og þar vinnum við leikina," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leik. Joe Johnson var með 31 stig og Josh Smith bætti við 22 stigum og 12 fráköstum þegar Atlanta Hawks vann 100-93 heimasigur á Utah Jazz og endaði 12 leikja sigurgöngu Jazz-liðsins. Deron Williams var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá Utah. Kobe Bryant skoraði 18 af 37 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til þess að vinna Houston Rockets á þeirra eigin heimavelli. Lakers vann leikinn 102-96. Lakers-liðið var búið að tapa þremur útileikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers og Josh Powell skoraði 17 stig. Chris Paul var með þrennu í 109-98 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Hann var frábær í þriðja leikhluta sem Hornets-liðið vann 40-22 og gerði út um leikinn en Paul var þá með 14 stig og 6 stoðsendingar. Antawn Jamison var með 25 stig og 10 fráköst hjá Washington. New York Knicks vann 116-111 útisigur á Detroit Pistons í framlengdum leik þar sem Nate Robinson kom inn af bekknum og skoraði 30 stig. Antonio McDyess (21 stig, 22 fráköst) náði fyrstu tröllatvennu Detroit-leikmanns í 11 ár en það dugði ekki til. Detroit lék án bæði Rasheed Wallace og Allen Iverson sem eru meiddir. Orlando Magic vann 107-79 sigur á Chicago Bulls og tryggði með því sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var fimmti sigur Orlando-liðsins í síðustu sex leikjum. Tony Battie var með 18 stig hjá Orlando alveg eins og John Salmons hjá Chicago. Stephen Jackson skoraði 29 stig þegar Golden State Warriors vann upp 14 stiga forskot New Jersey Nets í seinni hálfleik og tryggði sér 116-112 sigur. Jamal Crawford skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Það dugði ekki Nets að Devin Harris var með 31 stig og 12 stoðsendingar en fimm töp í sex leikja útileikjaröð eru líklega að kosta liðið möguleikann á að komast inn í úrslitakeppnina. Thaddeus Young var 29 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann Toronto Raptors 115-106. Þetta var sjötta tap Toronto í röð. Samuel Dalembert átti einnig mjög góðan leik fyrir 76ers en hann var með 19 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Minnesota Timberwolves endaði 10 leikja taphrinu með 104-79 sigri á Memphis Grizzlies. Ryan Gomes skoraði 25 stig fyrir Minnesota og þá var nýliðinn Kevin Love með 19 stig og 11 fráköst á móti liðinu sem valdi hann í nýliðavalinu en lét hann síðan fara í skiptum til Memphis. Það er að lifna yfir Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers 93-89 í nótt. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Dirk Nowitzki var með 29 stig og 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 20 stig í 112-99 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í síðustu tólf leikjum. NBA Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. "Ég náði bara að skora 32 stig," sagði Dwyane Wade brosandi eftir leikinn en hann er með 36,5 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Miami eftir Stjörnuleikshelgina. Boston var 55-50 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 18-32. Boston-liðið lék án fimm leikmanna þar á meðal byrjunarliðsmannanna Kevin Garnett (búinn að missa af 9 leikjum) og leikstjórnandans Rajon Rondo. Þetta tap þýðir að liðið er komið tveimur leikjum á eftir Cleveland í baráttunni um fyrsta sætið í Austurdeildinni. "Við höfum engar afsakanir. Við fengum okkar möguleika, vorum yfir í hálfleik en grófum okkur holu í þriðja leikhlutanum. Við verðum að átta okkur á því að við erum varnarlið fyrst og þar vinnum við leikina," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leik. Joe Johnson var með 31 stig og Josh Smith bætti við 22 stigum og 12 fráköstum þegar Atlanta Hawks vann 100-93 heimasigur á Utah Jazz og endaði 12 leikja sigurgöngu Jazz-liðsins. Deron Williams var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá Utah. Kobe Bryant skoraði 18 af 37 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til þess að vinna Houston Rockets á þeirra eigin heimavelli. Lakers vann leikinn 102-96. Lakers-liðið var búið að tapa þremur útileikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers og Josh Powell skoraði 17 stig. Chris Paul var með þrennu í 109-98 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Hann var frábær í þriðja leikhluta sem Hornets-liðið vann 40-22 og gerði út um leikinn en Paul var þá með 14 stig og 6 stoðsendingar. Antawn Jamison var með 25 stig og 10 fráköst hjá Washington. New York Knicks vann 116-111 útisigur á Detroit Pistons í framlengdum leik þar sem Nate Robinson kom inn af bekknum og skoraði 30 stig. Antonio McDyess (21 stig, 22 fráköst) náði fyrstu tröllatvennu Detroit-leikmanns í 11 ár en það dugði ekki til. Detroit lék án bæði Rasheed Wallace og Allen Iverson sem eru meiddir. Orlando Magic vann 107-79 sigur á Chicago Bulls og tryggði með því sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var fimmti sigur Orlando-liðsins í síðustu sex leikjum. Tony Battie var með 18 stig hjá Orlando alveg eins og John Salmons hjá Chicago. Stephen Jackson skoraði 29 stig þegar Golden State Warriors vann upp 14 stiga forskot New Jersey Nets í seinni hálfleik og tryggði sér 116-112 sigur. Jamal Crawford skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Það dugði ekki Nets að Devin Harris var með 31 stig og 12 stoðsendingar en fimm töp í sex leikja útileikjaröð eru líklega að kosta liðið möguleikann á að komast inn í úrslitakeppnina. Thaddeus Young var 29 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann Toronto Raptors 115-106. Þetta var sjötta tap Toronto í röð. Samuel Dalembert átti einnig mjög góðan leik fyrir 76ers en hann var með 19 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Minnesota Timberwolves endaði 10 leikja taphrinu með 104-79 sigri á Memphis Grizzlies. Ryan Gomes skoraði 25 stig fyrir Minnesota og þá var nýliðinn Kevin Love með 19 stig og 11 fráköst á móti liðinu sem valdi hann í nýliðavalinu en lét hann síðan fara í skiptum til Memphis. Það er að lifna yfir Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers 93-89 í nótt. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Dirk Nowitzki var með 29 stig og 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 20 stig í 112-99 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í síðustu tólf leikjum.
NBA Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira