Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2010 22:12 Henning Henningsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti