Haukar og Valur leika í kvöld þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en staðan er 1-1 í einvíginu eftir 22-20 sigur Valsmanna í síðasta leik í Vodafone-höllinni. Haukar hafa verið undir í 90 prósent af einvíginu til þessa en standa samt jafnfætis Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum í kvöld.
Valsmenn voru yfir allan síðasta leik fyrir utan fyrstu tæpu 2 mínúturnar þegar staðan var 0-0 og í fyrsta leiknum voru Haukar aðeins yfir í upphafi leiks (3 mínútur og 40 sekúndur á fyrstu fimm mínútunum) og svo sex síðustu sekúndur leiksins eftir að Björgvin Þór Hólmgeirsson hafði skorað sigurmarkið í leiknum.
Valsmenn hafa alls verið yfir í 108 af 120 mínútunum sem hafa verið spilaðar í einvíginu þar af hafa þeir verið með tveggja marka forskot eða meira í 91 mínútur og 11 sekúndur.
Hverjir hafa verið með forustuna í úrslitaeinvíginu?
Fyrsti leikur: (Haukar unnu 23-22)
Haukar yfir: 3 mínútur og 46 sekúndur
Jafnt: 6 mínútur og 18 sekúndur
Valur yfir: 49 mínútur og 56 sekúndur
Annar leikur: (Valsmenn unnu 22-20)
Valur yfir: 58 mínútur og 5 sekúndur
Jafnt: 1 mínúta og 55 sekúndur
Haukar yfir: 0 mínútur og 0 sekúndur
Samtals: (Staðan í einvíginu er 1-1)
Haukar yfir: 3 mínútur og 46 sekúndur (3 prósent)
Jafnt: 8 mínútur og 13 sekúndur (7 prósent)
Valur yfir: 108 mínútur og 1 sekúnda (90 prósent)
Valsmenn búnir að vera yfir í 90 prósent af leikjunum tveimur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn