Kaffihús Dóru slær í gegn hjá Dönum 20. ágúst 2010 08:30 vel tekið Dóra Takefusa er ánægð með móttökurnar sem nýopnað kaffihús hennar í Kaupmannahöfn hefur fengið. „Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveim vikum síðan og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan," segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsakeðjur svo ég var var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuðum bara strax að ræna kúnnunum þeirra," segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihúsið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess koma frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&Kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu," segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffihúsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffihúsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum," segir Dóra og viðurkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vesterbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðislega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel." -áp Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveim vikum síðan og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan," segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsakeðjur svo ég var var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuðum bara strax að ræna kúnnunum þeirra," segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihúsið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess koma frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&Kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu," segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffihúsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffihúsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum," segir Dóra og viðurkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vesterbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðislega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel." -áp
Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira