Púslmynd af brjóstakrabbameini Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. september 2010 06:00 Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitarinnar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitarinnar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar