Er aðdáandi Zuckerbergs og hlakkar til að hitta hann 21. október 2010 15:00 jesse eisenberg Aðalleikari The Social Network hlakkar mikið til að hitta Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook.nordicphotos/getty Jesse Eisenberg fer með aðalhlutverkið í The Social Network sem er nýkomin í bíó hérlendis. Eisenberg ræddi um Facebook, frægðina og Mark Zuckerberg á blaðamannafundi í París. Jesse Eisenberg leikur stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, í kvikmyndinni The Social Network. Hún hefur hlotið frábæra dóma og Eisenberg stendur sig með mikilli prýði í aðalhlutverkinu. Hinn 27 ára leikari vakti heimsathygli í myndunum Adventureland og Zombieland sem komu út í fyrra en með vinsældum The Social Network hefur frægðarsól hans risið enn hærra og margir spá honum miklum frama í Hollywood á næstu árum. Eisenberg var mjög viðkunnanlegur þegar Fréttablaðið hitti hann í París í hópi blaðamanna. Hann byrjaði á að svara því hvort hann hefði vitað eitthvað um Mark Zuckerberg áður en hann var beðinn um að leika í myndinni. „Ég hafði aldrei séð ljósmynd af Mark eða lesið viðtal við hann. Ég var svo heppinn að hafa mikið af efni til að skoða og rannsaka þegar ég bjó mig undir hlutverkið, þar á meðal umsókn Marks í Harvard-háskóla," segir Eisenberg og er sammála því að töluverð ábyrgð hafi fylgt því að leika þennan milljarðamæring. „Ábyrgðin var samt mest gagnvart handriti Aarons [Sorkin]. Í því var gerð grein fyrir persónunni en þegar ég fór að leika hana fór mér að þykja vænt um hana og í framhaldinu hinn raunverulega Zuckerberg. Mér fannst ég túlka hann á sanngjarnan hátt í myndinni."Aldrei hitt ZuckerbergZuckerberg hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að sjá The Social Network. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð hans? „Ég get vel skilið þau. Það er örugglega mjög óþægilegt að búin sé til mynd um eitthvað sem maður gerðir í háskóla. Ég beið sjálfur í nokkra mánuði með að sjá myndina því ég hef ekki gaman af að horfa á sjálfan mig leika. Mér finnst það óþægilegt. Ég get þess vegna rétt ímyndað mér hvernig alvöru manneskjunni líður." Eisenberg hefur aldrei hitt Zuckerberg en hvað myndi hann segja við hann ef þeir myndu hittast? „Ég held ég eigi nú eftir að hitta hann. Frændi minn vinnur fyrir hann og þeir hittast í hverri viku. Ég er viss um að við eigum eftir að hittast því ég hef hitt alla þá sem frændi minn vinnur fyrir. Ég veit ekki hvað ég myndi segja en ég hlakka mikið til að hitta hann. Ég er mikill aðdáandi hans," segir Eisenberg. Notar ekki FacebookFacebook-síðan hefur verið gagnrýnd fyrir að stuðla að því að tengsl fólks við umheiminn minnki, því það eyði of miklum tíma fyrir framan tölvuna. Eisenberg er ekki alveg sammála þessu. „Þegar ég var í menntaskóla fór ég heim og settist aleinn fyrir framan sjónvarpið. Systir mín sem er tíu árum yngri en ég kemur heim eftir skóla, fer beint á Facebook og talar við vinkonur sínar. Það er því hægt að segja að hún sé í meiri samskiptum en ég því þegar hún fer í skólann daginn eftir og hittir vinkonur sínar hafa þær eytt meiri tíma í að tala saman en ég. Persónuleg tengsl þeirra eru því kannski sterkari," segir hann. „Þetta er eins og með símann. Á sama tíma og hann aðskilur okkur færir hann okkur nær hvert öðru. Þeir sem gagnrýna Facebook fyrir að ýta okkur í sundur átta sig ekki á mikilvægum hluta þess." Eisenberg er sjálfur ekki á Facebook og það er góð ástæða fyrir því: „Fólk skrifar stöðugt um mig á netinu vegna þess að ég er kvikmyndaleikari og ég er ekkert sérlega hrifinn af því. Ég vil ekki verða til þess að menn skrifi enn meira um mig á netinu." Ánægður með FincherDavid Fincher, maðurinn á bak við Se7en, The Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button, leikstýrir The Social Network. Vinnubrögð Finchers komu Eisenberg á óvart. „Ég bjóst við því að einhver sem er eins tæknilega góður og David Fincher hefði minni áhuga á leikurunum sjálfum en það kom í ljós að hann hafði mestan áhuga á þeim. Persónurnar í myndinni eiga í alls konar deilum og hver og ein þeirra virðist hafa rétt fyrir sér. Þess vegna heimtaði hann ákveðinn sannfæringarkraft frá leikurunum og vildi að þeir tryðu því að persónurnar sínar hefðu rétt fyrir sér. Þannig tókst honum að búa til svona áhugaverða mynd þar sem áhorfendur skiptast á að halda með persónunum," segir hann. Hræðist miklar vinsældirEisenberg er þegar orðinn einn heitasti ungi leikarinn í Hollywood. Margar ungar stjörnur eiga erfitt með að fylgja eftir vinsældum sínum og brenna margar hverjar út. Hefðirðu viljað bíða með að ná svona miklum frama svona ungur að árum? „Leiklistin er þannig að maður getur verið vinsæll mjög ungur vegna þess að framleiðendur þurfa leikara til að leika ungt fólk. Á sama hátt getur maður í framhaldinu eytt öllu lífinu í að svekkja sig á því að maður nái ekki að viðhalda vinsældunum." Hann viðurkennir að vera sjálfur hræddur við það. „Ég reyni að hafa önnur áhugamál í lífinu. Ég hef gaman af því að fara í hjólreiðartúra og ég sem líka leikrit. Það er nokkuð sem tekur oft tíma að verða góður í." freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira
Jesse Eisenberg fer með aðalhlutverkið í The Social Network sem er nýkomin í bíó hérlendis. Eisenberg ræddi um Facebook, frægðina og Mark Zuckerberg á blaðamannafundi í París. Jesse Eisenberg leikur stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, í kvikmyndinni The Social Network. Hún hefur hlotið frábæra dóma og Eisenberg stendur sig með mikilli prýði í aðalhlutverkinu. Hinn 27 ára leikari vakti heimsathygli í myndunum Adventureland og Zombieland sem komu út í fyrra en með vinsældum The Social Network hefur frægðarsól hans risið enn hærra og margir spá honum miklum frama í Hollywood á næstu árum. Eisenberg var mjög viðkunnanlegur þegar Fréttablaðið hitti hann í París í hópi blaðamanna. Hann byrjaði á að svara því hvort hann hefði vitað eitthvað um Mark Zuckerberg áður en hann var beðinn um að leika í myndinni. „Ég hafði aldrei séð ljósmynd af Mark eða lesið viðtal við hann. Ég var svo heppinn að hafa mikið af efni til að skoða og rannsaka þegar ég bjó mig undir hlutverkið, þar á meðal umsókn Marks í Harvard-háskóla," segir Eisenberg og er sammála því að töluverð ábyrgð hafi fylgt því að leika þennan milljarðamæring. „Ábyrgðin var samt mest gagnvart handriti Aarons [Sorkin]. Í því var gerð grein fyrir persónunni en þegar ég fór að leika hana fór mér að þykja vænt um hana og í framhaldinu hinn raunverulega Zuckerberg. Mér fannst ég túlka hann á sanngjarnan hátt í myndinni."Aldrei hitt ZuckerbergZuckerberg hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að sjá The Social Network. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð hans? „Ég get vel skilið þau. Það er örugglega mjög óþægilegt að búin sé til mynd um eitthvað sem maður gerðir í háskóla. Ég beið sjálfur í nokkra mánuði með að sjá myndina því ég hef ekki gaman af að horfa á sjálfan mig leika. Mér finnst það óþægilegt. Ég get þess vegna rétt ímyndað mér hvernig alvöru manneskjunni líður." Eisenberg hefur aldrei hitt Zuckerberg en hvað myndi hann segja við hann ef þeir myndu hittast? „Ég held ég eigi nú eftir að hitta hann. Frændi minn vinnur fyrir hann og þeir hittast í hverri viku. Ég er viss um að við eigum eftir að hittast því ég hef hitt alla þá sem frændi minn vinnur fyrir. Ég veit ekki hvað ég myndi segja en ég hlakka mikið til að hitta hann. Ég er mikill aðdáandi hans," segir Eisenberg. Notar ekki FacebookFacebook-síðan hefur verið gagnrýnd fyrir að stuðla að því að tengsl fólks við umheiminn minnki, því það eyði of miklum tíma fyrir framan tölvuna. Eisenberg er ekki alveg sammála þessu. „Þegar ég var í menntaskóla fór ég heim og settist aleinn fyrir framan sjónvarpið. Systir mín sem er tíu árum yngri en ég kemur heim eftir skóla, fer beint á Facebook og talar við vinkonur sínar. Það er því hægt að segja að hún sé í meiri samskiptum en ég því þegar hún fer í skólann daginn eftir og hittir vinkonur sínar hafa þær eytt meiri tíma í að tala saman en ég. Persónuleg tengsl þeirra eru því kannski sterkari," segir hann. „Þetta er eins og með símann. Á sama tíma og hann aðskilur okkur færir hann okkur nær hvert öðru. Þeir sem gagnrýna Facebook fyrir að ýta okkur í sundur átta sig ekki á mikilvægum hluta þess." Eisenberg er sjálfur ekki á Facebook og það er góð ástæða fyrir því: „Fólk skrifar stöðugt um mig á netinu vegna þess að ég er kvikmyndaleikari og ég er ekkert sérlega hrifinn af því. Ég vil ekki verða til þess að menn skrifi enn meira um mig á netinu." Ánægður með FincherDavid Fincher, maðurinn á bak við Se7en, The Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button, leikstýrir The Social Network. Vinnubrögð Finchers komu Eisenberg á óvart. „Ég bjóst við því að einhver sem er eins tæknilega góður og David Fincher hefði minni áhuga á leikurunum sjálfum en það kom í ljós að hann hafði mestan áhuga á þeim. Persónurnar í myndinni eiga í alls konar deilum og hver og ein þeirra virðist hafa rétt fyrir sér. Þess vegna heimtaði hann ákveðinn sannfæringarkraft frá leikurunum og vildi að þeir tryðu því að persónurnar sínar hefðu rétt fyrir sér. Þannig tókst honum að búa til svona áhugaverða mynd þar sem áhorfendur skiptast á að halda með persónunum," segir hann. Hræðist miklar vinsældirEisenberg er þegar orðinn einn heitasti ungi leikarinn í Hollywood. Margar ungar stjörnur eiga erfitt með að fylgja eftir vinsældum sínum og brenna margar hverjar út. Hefðirðu viljað bíða með að ná svona miklum frama svona ungur að árum? „Leiklistin er þannig að maður getur verið vinsæll mjög ungur vegna þess að framleiðendur þurfa leikara til að leika ungt fólk. Á sama hátt getur maður í framhaldinu eytt öllu lífinu í að svekkja sig á því að maður nái ekki að viðhalda vinsældunum." Hann viðurkennir að vera sjálfur hræddur við það. „Ég reyni að hafa önnur áhugamál í lífinu. Ég hef gaman af því að fara í hjólreiðartúra og ég sem líka leikrit. Það er nokkuð sem tekur oft tíma að verða góður í." freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira