Úr fótbolta í flugfreyjuna 17. júní 2010 06:00 hættur í boltanum Eggert hefur skipt út takkaskónum fyrir flugfreyjuna og líkar vel. fréttablaðið/pjetur Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvettvang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson handboltakappi og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarfið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flugið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökkið frá sveittri fótboltatreyju í flugfreyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi-uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notalegur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst öryggisstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flugmannahúfuna mun flugliðareynslan skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hilluna sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökkið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlutskipti.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvettvang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson handboltakappi og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarfið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flugið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökkið frá sveittri fótboltatreyju í flugfreyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi-uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notalegur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst öryggisstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flugmannahúfuna mun flugliðareynslan skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hilluna sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökkið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlutskipti.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið