Engin transfita 9. nóvember 2010 06:00 Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun