Ekki misþyrma Jóni með leiðindum 2. október 2010 06:00 Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svavar Gestsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun