Sigþór Sigurðsson: Um vegatolla Sigþór Sigurðsson skrifar 10. apríl 2010 09:46 Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum útúr höfuðborginni. Gjaldið skal standa beint undir ýmsum arðbærum vegaframkvæmdum á næstu árum. Lífeyrissjóðir okkar landsmanna vilja fjármagna framkvæmdirnar og skapa störf. Valin verða verulega arðbær verkefni og sjóðirnir fá tekjurnar af vegagjöldunum. Bent hefur verið á að við núverandi aðstæður er þetta eina leiðin til þess að koma einhverjum slíkum verkefnum af stað. Ríkissjóður má ekki skuldsetja sig frekar þó um þjóðhagslega arðbær verkefni sé að ræða. Sveitarfélög hafa mörg hver verið rekin afar óskynsamlega á undanförnum árum og hafa ekki bolmagn til að framkvæma né fjárfesta. Ekki þarf að nefna einkageirann sem varla mun standa undir fjárfestingu að neinu nemi á næstu árum. Allt hefur þetta valdið óskaplegu hruni í atvinnugrein sem nefnist bygginga- og verktakaiðnaður. Stór og mikilvæg atvinnugrein sem staðið hefur undir allt að 10-15% landsframleiðslunnar er nánast þurrkuð út. Engir starfsmenn í öðrum atvinnugreinum hafa upplifað annað eins hrun og hér hefur orðið. Hundruð fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota og þau sem eftir lifa berjast fyrir lífi sínu. Þúsundir hafa misst vinnuna og atgerfisflótti er slíkur að stór hætta er á að verktakaiðnaðurinn tapi stórum hluta af þeirri verkþekkingu sem byggð hefur verið upp hér á landi. Enn ein rökin með útfærslu þessarar hugmyndar er að vegagerð er ein sú aðgerð sem hraðast spýtir einhverjum gangi í hagkerfið. Að koma arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað hefur enda verið beitt um allan heim í áratugi ef ekki hundruð til að örva efnahagslífið eftir áföll. Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að fagna þessum hugmyndum ráðherra þó viðkomandi sé ekki ákafur stuðningsmaður frekari skatta eða gjaldtöku. Semsagt flest jákvætt en þá rísa úrtölumenn upp. Á örfáum dögum hefur undirritaður lesið greinar eða heyrt viðtöl við menn sem eiga þó fátt sameiginlegt og má nefna Sverri Jakobsson, Árna Johnsen þingmann og ónefndan bæjarstjóra af landsbyggðinni sem allir hafa lýst yfir mikilli andstyggð á þessari aðferðarfræði. Farið er fram með gamalkunnug rök gegn gjaldheimtu á vegum en verst er þó að heyra rökin þegar verið er að etja saman höfuðborgarbúum við landsbyggðarfólk. Talað er um landsbyggðarskatt eins og það séu eingöngu landsbyggðarfólk sem komi til borgarinnar en borgarbúar fari aldrei þaðan. Þetta er hreinlega óþolandi umræða vitiborins fólks. Er ekki nóg komið af þessum slag milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á þessu skeri okkar búa rúm 300.000 manns. Það er komið tími til að þessar hræður skilgreini sig sem Íslendinga. Þurfum við virkilega sífellt að þrasa og kýta um allt milli himins og jarðar á grundvelli búsetu? Ég bý í Reykjavík og mér þykir vænt um landsbyggðina og fólkið sem býr þar. Víða er fallegt og ég gæti hugsað mér að búa á mörgum stöðum því kostirnir eru ótvíræðir sumstaðar. Stuttar vegalengdir innanbæjar og jafnvel óþarfi að eiga bíl, húsnæði er ódýrt og gott mannlíf. Einnig má spyrja má hve margir Akureyringar svo dæmi sé tekið komi akandi til Reykjavíkur á hverju ári. Hve margir Reykjavíkungar ætli fari til Akureyrar? Hverjir ætli aki þúsundum saman útúr höfuðborginni á föstudögum um helgar og inní hana aftur á sunnudögum? Ætli það séu Reykvíkingar á leið til og frá sumarhúsum á suðurlandi og vesturlandi? Það skildi þó ekki vera? Hefur einhver þrasaraþingmaðurinn af landbyggðinni sem hefur áhyggjur af því að hann beri miklu meiri kostnað af lífi sínu en annar vegna stöðugra ferða til Reykjavíkur reiknað út hvað hann borgar minna fyrir húsnæði sitt á lífsleiðinni t.d á Selfossi miðað við miðbæ Reykjavíkur? Þar skiptir sennilega tugum milljóna á lífsleiðinni. Nei hér dugar ekki að koma fram með gömlu landsbyggðarrökin og reyna enn að tvístra þjóðinni. Við búum hérna saman og við þurfum að vinna okkur útúr vanda landsins saman. Þetta er ein leið sem getur leitt til hagvaxtar og unnið gegn atvinnuleysi. Áfram nú. Sigþór Sigurðsson. Höfundur er formaður Mannvirkis, félag bygginga- og jarðvinnuverktaka innan SI.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar