Fótbolti

Ógöngur Juventus halda áfram í ítölsku deildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik Livorno og Juventus í kvöld.
Frá leik Livorno og Juventus í kvöld. Nordic photos/AFP

Juventus varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Livorno í kvöld en liðið hefur nú leikið fimm leiki í röð án sigurs í ítölsku deildinni.

Antonio Filippini kom heimamönnum í Livorno yfir í leiknum um miðjan fyrri hálfleik en Nicola Legrottaglie jafnaði leikinn í lok fyrri hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það en Felipe Melo fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í blálok leiksins.

Alberto Zaccheroni þarf því enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum sem knattspyrnustjóri Juventus eftir að hafa tekið við starfi af Ciro Ferrara sem var rekinn á dögunum.

Juventus hefur nú gert tvö jafntefli í röð undir stjórn Zaccheroni og er fallið niður í sjötta sæti í deildinni þar sem Palermo skaust upp í fimmta sæti í dag með 2-1 sigri gegn Palermo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×