Skoðun

Framfaraspor

Álfheiður Ingadóttir skrifar

Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg.

Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert.

Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun.

Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu.










Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×