Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu 12. maí 2010 09:39 Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun