Lífið

Nokkuð fyrirsjáanlegt leikaraval

Henrik Vanger Max von Sydow kemur sterklega til greina sem Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar, í Karlar sem hata konur.
Nordic Photos/Getty
Henrik Vanger Max von Sydow kemur sterklega til greina sem Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar, í Karlar sem hata konur. Nordic Photos/Getty

Leikarahópurinn í kringum fyrstu myndina um Lisbeth Salander og Mik­ael Blomkvist er smám saman að skýrast. Fjölmiðlar vestra greindu frá því í gær að viðræður við sænska stórleikarann Max von Sydow væru hafnar en hann ætti að leika Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar sem leitar að týndri frænku sinni.

Þetta þykir nokkuð fyrirsjáanlegt enda væru fáir jafngóðir í hlutverk Vangers og Sydow, hann er enda sænskur eins og höfundur bókanna, Stieg Larsson.

Eins og kom fram í fjölmiðlum í gær hreppti bandaríska leikkona Rooney Mara hið eftir­sótta hlutverk Salander en margir hafa lýst því yfir að þetta sé eitt heitasta kvenhlutverk seinni tíma. Fjölmiðlar fjölluðu mikið um leikkonuna en hún er svo mikið smástirni að einn vefurinn ruglaðist á henni og systur hennar.

Efasemdarmenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vali leikstjórans, Davids Fincher, en samkvæmt vefmælingum hafa skrif um Rooney Mara verið mun oftar jákvæð en neikvæð sem bendir til þess að aðdáendur bókanna séu almennt ánægðir. Einn kvikmyndaspekúlant sagðist einfaldlega vonast til þess að myndin fylgdi söguþræðinum, annars kæmi Larsson til með að snúa sér við í gröfinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.