Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum 24. ágúst 2010 07:30 Paul Potts, sem sigraði heiminn með fyrstu áheyrnarprufu sinni í Britain Got Talent, hafði mikinn áhuga á því að koma til Íslands. Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Björgvin sjálfur var að vonum ánægður með gestinn en undirbúningur fyrir komu hans hefur staðið yfir síðan í janúar. Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika fjórða árið í röð. „Nú erum við bara að færa tónleikana upp á næsta stig og það er mjög gaman að bæta svona erlendum listamönnum við tónleikana, við vildum ekki vera að selja alltaf sömu smákökutegundina, ár eftir ár." Björgvin viðurkennir að hann hafi komist við þegar hann sá myndbandið af Potts í fyrsta skipti. „Hann hefur einhverja náðargjöf, ég hef aðeins verið að njósna um hann á Netinu og skoða hvað hann hefur verið að gera og hann er til að mynda á mála hjá stærstu umboðsskrifstofu heims. Menn þurfa að hafa eitthvað til brunns að bera til að vera meðal skjólstæðinga þeirra," útskýrir Björgvin og bætir því við að Potts sé stórstjarna í útlöndum, hann hafi selt mikið af plötum síðan hann sigraði í Britain Got Talent og haft í nægu að snúast við tónleikahald. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Potts mikinn áhuga á því að koma til Íslands en eins og hjá flestum listamönnum eru jólin mjög annasamur tími og því var ekkert sjálfgefið að hann kæmist hingað. Þetta verður í fimmta skiptið í röð sem Björgvin heldur tónleika í Laugardalshöll og fjórðu jólatónleikarnir í röð. Að þessu sinni verða einnig haldnir jólatónleikar á Akureyri, 11. desember, en Potts mun ekki syngja á þeim, svo því sé haldið til haga. „Við verðum með frábæra innlenda listamenn, þetta verður gríðarlega stórt að umfangi og alveg svakaleg uppstilling." Hér má sjá hina frægu áheyrnaprufu Paul þar sem hann flytur Nessun Dorma.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira