Ekki sýnt fram á öryggi erfðabreytts lyfjabyggs 3. september 2010 05:00 Í Fréttablaðsgrein 23. ágúst s.l. auglýsa forráðamenn Orf Líftækni hf. ágæti vísinda sinna og fullyrða að útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu lyfjabyggi sé örugg. Áhætta sem þeir ræða, svo og áhætta sem þeir láta hjá líða að ræða, kallar á andsvör. Leyfi Orf til ræktunar á erfðabreyttu lyfjabyggi á allt að 10 ha lands í Gunnarsholti á 5 ára tímabili var veitt á grundvelli áhættumats sem byggði einkum á mjög takmörkuðum tilraunum sem einn af hluthöfum þess, Landbúnaðarháskóli Íslands, gerði. Í áðurnefndri grein klifa höfundar á öryggi ræktunar á erfðabreyttu byggi á grundvelli þessara litlu tilrauna. Þeir telja fráleitt að erfðabreytt lyfjabygg víxlfrjóvgist við annað bygg eða villtar plöntur þrátt fyrir að notkun sjálffrjóvgandi tegunda eins og byggs fyrirbyggi ekki heldur einungis minnki hættu á víxlfrjóvgun. Þeir halda því fram að erfðabreytt byggfræ dreifist ekki meir en 25 metra út frá vaxtarstað og að hafa megi hemil á plöntum sem vaxi af því fræi með því að slá þær. Hugsanlegt er að sú aðferð dugi þegar um er að ræða litla tilraunabletti undir nánu eftirliti þeirra sem stýra viðkomandi rannsókn en er með öllu ógerlegt þegar ræktað er á stærra landi með lágmarks starfsliði. Það er fjárhagslega óhagkvæmt að leita uppi og eyða liðhlaupaplöntum ef rækta á erfðabreytt bygg til framleiðslu; tími og vinnukostnaður myndu eyða mögulegum hagnaði af útiræktun erfðabreytts byggs. Orf hefur kynnt áform um „stórfellda“ ræktun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti og lætur sem frædreifing sé ekkert vandamál því fræ sem sleppi lifi ekki af utan ræktunarakra. Hvarvetna í heiminum þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar um nokkurt skeið hafa erfðabreytt fræ sloppið út í villta náttúru þar sem þau spíra og fjölga sér. Lifun liðhlaupafræs mun aukast á Íslandi með hlýrri og styttri vetrum. Orf flaggar vísindalegu ágæti eigin áhættumats en lætur þess ekki getið að þar er hvergi fjallað um greiningu á grunnvatni og jarðvegi, – nokkuð sem allt faglegt mat á umhverfisáhættu tekur fyrir í ljósi þess að erfðabreytt DNA getur haft áhrif á jarðvegsörverur og mengað vatnasvið. Þótt Orf hafi aðeins leyfi til tilraunaræktunar í Gunnarsholti hefur fyrirtækið kynnt áform um stórfellda ræktun á erfðabreyttu byggi. Í Bandaríkjunum og í Evrópu eru leyfi til framleiðsluræktunar erfðabreyttra plantna aðeins veitt að undangengnum fóðrunartilraunum á dýrum og mati yfirvalda á niðurstöðum þeirra. Orf hefur ekki gert slíkar tilraunir og fyrirtækið hefur heldur ekki leyfi til ræktunar fyrir framleiðslu í Gunnarsholti. Er hugsanlegt að fyrirtækið hyggist misnota tilraunaleyfi sitt í Gunnarsholti til framleiðsluræktunar á erfðabreyttu byggi? Orf fullyrðir að erfðabreytt byggyrki þess séu óskaðleg dýrum en hafa samt ekki gert neinar prófanir til að sanna það. Þess í stað fullyrðir fyrirtækið að ef dýr innbyrði erfðabreytt byggfræ yrðu þau ekki fyrir heilsutjóni vegna þess að DNA í erfðabreyttum plöntum eyðileggist í meltingarvegi þeirra. Orf hlýtur að gera sér grein fyrir að sú fullyrðing stenst ekki vísindalega rýni. Óháðar ritrýndar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að hvorki meltingarvegur manna né dýra sundri öllu DNA úr erfðabreyttum plöntum. Þvert á móti sýna þær að DNA berst úr erfðabreyttum matvælum og fóðri í þarma manna og dýra og berst með blóði til einstakra líffæra. Genaflæði af þessum toga (horizontal gene transfer) var þekkt þegar árið 2001 og hefur síðan verið vísindalega staðfest í rannsóknum. Prófanir á búfé, t.d. sauðfé, svínum og geitum, hafa leitt í ljós erfðabreytt DNA í líffærum dýra sem neytt hafa erfðabreyttra plantna. Ekki færri en þrettán ritrýndar rannsóknir á tilraunadýrum sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum leiddu í ljós tjón á næstum öllum helstu líffærum þeirra. Nýleg rannsókn sem birtist í tímaritinu Fisheries Science vekur sérstakar áhyggjur varðandi erfðabreyttar plöntur á Íslandi. Við rannsókn á regnbogasilungi og beitarfiski fundust efni úr erfðabreyttum plöntum ekki aðeins í nokkrum líffærum beggja tegunda, heldur í næstum öllum innri líffærum þeirra. Ræktun erfðabreyttra plantna, ekki síst mjög lífvirkra erfðabreyttra plantna á borð við lyfjabygg, gæti ógnað villtum og ræktuðum fiski sem þjóðin byggir afkomu sína mjög á. Fiskistofnum landsins gæti jafnvel stafað ógn af inniræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum án fastra gólfa á svæðum með háa grunnvatsstöðu eða í nánd við ár og vötn. Það er brýn þörf á því að bæta gæði og umfang umhverfisáhættumats sem krafist er af líftæknifyrirtækjum sem sækjast eftir að rækta erfðabreyttar plöntur á Íslandi, innandyra sem utandyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðsgrein 23. ágúst s.l. auglýsa forráðamenn Orf Líftækni hf. ágæti vísinda sinna og fullyrða að útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu lyfjabyggi sé örugg. Áhætta sem þeir ræða, svo og áhætta sem þeir láta hjá líða að ræða, kallar á andsvör. Leyfi Orf til ræktunar á erfðabreyttu lyfjabyggi á allt að 10 ha lands í Gunnarsholti á 5 ára tímabili var veitt á grundvelli áhættumats sem byggði einkum á mjög takmörkuðum tilraunum sem einn af hluthöfum þess, Landbúnaðarháskóli Íslands, gerði. Í áðurnefndri grein klifa höfundar á öryggi ræktunar á erfðabreyttu byggi á grundvelli þessara litlu tilrauna. Þeir telja fráleitt að erfðabreytt lyfjabygg víxlfrjóvgist við annað bygg eða villtar plöntur þrátt fyrir að notkun sjálffrjóvgandi tegunda eins og byggs fyrirbyggi ekki heldur einungis minnki hættu á víxlfrjóvgun. Þeir halda því fram að erfðabreytt byggfræ dreifist ekki meir en 25 metra út frá vaxtarstað og að hafa megi hemil á plöntum sem vaxi af því fræi með því að slá þær. Hugsanlegt er að sú aðferð dugi þegar um er að ræða litla tilraunabletti undir nánu eftirliti þeirra sem stýra viðkomandi rannsókn en er með öllu ógerlegt þegar ræktað er á stærra landi með lágmarks starfsliði. Það er fjárhagslega óhagkvæmt að leita uppi og eyða liðhlaupaplöntum ef rækta á erfðabreytt bygg til framleiðslu; tími og vinnukostnaður myndu eyða mögulegum hagnaði af útiræktun erfðabreytts byggs. Orf hefur kynnt áform um „stórfellda“ ræktun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti og lætur sem frædreifing sé ekkert vandamál því fræ sem sleppi lifi ekki af utan ræktunarakra. Hvarvetna í heiminum þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar um nokkurt skeið hafa erfðabreytt fræ sloppið út í villta náttúru þar sem þau spíra og fjölga sér. Lifun liðhlaupafræs mun aukast á Íslandi með hlýrri og styttri vetrum. Orf flaggar vísindalegu ágæti eigin áhættumats en lætur þess ekki getið að þar er hvergi fjallað um greiningu á grunnvatni og jarðvegi, – nokkuð sem allt faglegt mat á umhverfisáhættu tekur fyrir í ljósi þess að erfðabreytt DNA getur haft áhrif á jarðvegsörverur og mengað vatnasvið. Þótt Orf hafi aðeins leyfi til tilraunaræktunar í Gunnarsholti hefur fyrirtækið kynnt áform um stórfellda ræktun á erfðabreyttu byggi. Í Bandaríkjunum og í Evrópu eru leyfi til framleiðsluræktunar erfðabreyttra plantna aðeins veitt að undangengnum fóðrunartilraunum á dýrum og mati yfirvalda á niðurstöðum þeirra. Orf hefur ekki gert slíkar tilraunir og fyrirtækið hefur heldur ekki leyfi til ræktunar fyrir framleiðslu í Gunnarsholti. Er hugsanlegt að fyrirtækið hyggist misnota tilraunaleyfi sitt í Gunnarsholti til framleiðsluræktunar á erfðabreyttu byggi? Orf fullyrðir að erfðabreytt byggyrki þess séu óskaðleg dýrum en hafa samt ekki gert neinar prófanir til að sanna það. Þess í stað fullyrðir fyrirtækið að ef dýr innbyrði erfðabreytt byggfræ yrðu þau ekki fyrir heilsutjóni vegna þess að DNA í erfðabreyttum plöntum eyðileggist í meltingarvegi þeirra. Orf hlýtur að gera sér grein fyrir að sú fullyrðing stenst ekki vísindalega rýni. Óháðar ritrýndar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að hvorki meltingarvegur manna né dýra sundri öllu DNA úr erfðabreyttum plöntum. Þvert á móti sýna þær að DNA berst úr erfðabreyttum matvælum og fóðri í þarma manna og dýra og berst með blóði til einstakra líffæra. Genaflæði af þessum toga (horizontal gene transfer) var þekkt þegar árið 2001 og hefur síðan verið vísindalega staðfest í rannsóknum. Prófanir á búfé, t.d. sauðfé, svínum og geitum, hafa leitt í ljós erfðabreytt DNA í líffærum dýra sem neytt hafa erfðabreyttra plantna. Ekki færri en þrettán ritrýndar rannsóknir á tilraunadýrum sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum leiddu í ljós tjón á næstum öllum helstu líffærum þeirra. Nýleg rannsókn sem birtist í tímaritinu Fisheries Science vekur sérstakar áhyggjur varðandi erfðabreyttar plöntur á Íslandi. Við rannsókn á regnbogasilungi og beitarfiski fundust efni úr erfðabreyttum plöntum ekki aðeins í nokkrum líffærum beggja tegunda, heldur í næstum öllum innri líffærum þeirra. Ræktun erfðabreyttra plantna, ekki síst mjög lífvirkra erfðabreyttra plantna á borð við lyfjabygg, gæti ógnað villtum og ræktuðum fiski sem þjóðin byggir afkomu sína mjög á. Fiskistofnum landsins gæti jafnvel stafað ógn af inniræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum án fastra gólfa á svæðum með háa grunnvatsstöðu eða í nánd við ár og vötn. Það er brýn þörf á því að bæta gæði og umfang umhverfisáhættumats sem krafist er af líftæknifyrirtækjum sem sækjast eftir að rækta erfðabreyttar plöntur á Íslandi, innandyra sem utandyra.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun