Verkefni kirkjunnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 14. september 2010 06:00 Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar