Svavar Gestsson: Alþingi eignist þjóðhagsstofnun Svavar Gestsson skrifar 4. maí 2010 00:01 Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar