Gylfi Einarsson á leiðinni aftur til Íslands Hjalti Þór Hreinsson skrifar 20. júlí 2010 07:30 Gylfi í leik með Leeds. GettyImages Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki." Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Englandi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu," segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað," sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu," segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim," sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmanninn, maður er kominn með ágætis tengslanet," segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum. Innlendar Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki." Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Englandi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu," segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað," sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu," segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim," sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmanninn, maður er kominn með ágætis tengslanet," segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum.
Innlendar Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira