Jarmusch djammaði með Íslendingum 2. október 2010 09:30 Föngulegur hópur Jim Jarmusch kynntist reykvísku næturlífi með aðstoð valinkunnra einstaklinga á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Kolfinnu Baldvinsdóttur. Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch, heiðursgestur Riff-hátíðarinnar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátrasköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Baldvinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlimir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurningaflóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetisæta. Í staðinn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafnarhúsinu fyrir fjórum árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum.- fb Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch, heiðursgestur Riff-hátíðarinnar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátrasköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Baldvinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlimir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurningaflóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetisæta. Í staðinn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafnarhúsinu fyrir fjórum árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum.- fb
Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira