Ármann Kr. Ólafsson: Sammála og ósammála 19. maí 2010 09:28 Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar