Óþarft framsal Pawel Bartoszek skrifar 10. nóvember 2010 10:08 Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar