Hamar og Keflavík mætast klukkan 19.15 í kvöld í Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Hamar tryggði sér oddaleik á heimavelli með 91-48 sigri í Keflavík í síðasta leik en Keflavík hafði þá unnið tvo leiki í röð. Sigurvegari kvöldsins mætir KR í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.
Þetta verður tíundi leikur liðanna á þessu tímabili þannig að leikmenn ættu að vera farnir að þekkja vel inn á hvern annan. Keflavík hefur haft aðeins betur í leikjunum níu, unnið fimm leiki á móti fjórum en Hamarsliðið hefur þó skorað 62 fleiri stig í þessum leikjum.
Hamar hefur aldrei komist í lokaúrslit um Íslandsmeistaratitilinn en Keflavík hefur verið þar fjórtán sinnum í sautján ára sögu úrslitakeppninnar eða í öllum lokaúrslitum nema 1997, 2002 og svo í fyrra þegar Haukar unnu KR.
Það hafa farið fram tíu oddaleikir um sæti í lokaúrslitum og heimaliðið hefur unnið níu af þessum tíu leikjum. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið á útivelli við þessar aðstæður þegar liðið vann 58-51 sigur á ÍS í oddaleik undanúrslitanna árið 1999.
Fyrirliðar Keflavíkurliðsins í dag, Birna Valgarðsdóttir og Marín Rós Karlsdóttir voru báðar með í þeim leik sem og aðstoðarþjálfarinn Anna María Sveinsdóttir.
Leikir Hamars og Keflavíkur í vetur:
Deildin
14.10.2009 Hamar-Keflavík 82-62
25.11.2009 Keflavík-Hamar 72-53
A-deildin
10.2.2010 Hamar-Keflavík 69-74
2.3.2010 Keflavík-Hamar 85-101
Bikar
17.1.2010 Keflavík-Hamar 86-72
Úrslitakeppni
13.3.2010 Hamar-Keflavík 97-77
16.3.2010 Keflavík-Hamar 77-70
19.3.2010 Hamar-Keflavík 101-103 (framlengt)
21.3.2010 Keflavík-Hamar 48-91
Oddaleikir um sæti í lokaúrslitum í úrslitakeppni kvenna:
1993: Keflavík 59-56 Grindavík
1995: Breiðablik 55-52 KR
1999: ÍS 51-58 Keflavík
2002: KR 63-62 Keflavík
2003: KR 74-54 Grindavík
2004: Keflavík 66-62 Grindavík
2005: Keflavík 79-73 ÍS
2006: Haukar 91-77 ÍS
2007: Haukar 81-59 ÍS
2008: KR 83-69 Grindavík
2010: Hamar (23. mars 2010) Keflavík
Hamar og Keflavík mætast í tíunda sinn í vetur - oddaleikur í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti


„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn