Goðsögnin Dio var ljúf og jarðbundin manneskja 18. maí 2010 08:30 á Íslandi Ronnie James Dio (til vinstri) á Íslandi árið 1992 ásamt trommaranum Vinny Appice. mynd/ægir már kárason Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira