Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:09 Gunnar er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/Valli Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52