Fjallabyggð sameinuð með göngum 2. október 2010 04:00 héðinsfjarðargöng Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira